KPMG leggur mikla áherslu á að þekkja viðskiptavini sína en þannig getum við betur mætt þörfum þeirra og liðsinnt við að ná fram markmiðum sínum.

KPMG ber einnig lagaleg skylda, með vísan í lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, að afla ákveðinna upplýsinga vegna allra sinna viðskiptasambanda.

Við teljum það hluta af okkar samfélagslegu ábyrgð að sporna gegn peningaþvætti og leggjum því mikla áherslu á að sinna þessari skyldu félagsins.

Við biðjum því einstaklinga í viðskiptum við KPMG að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum ásamt því að svara áreiðanleikakönnun.