Persónuverndaryfirlýsing - viðauki

Persónuverndaryfirlýsing - viðauki

Viðauki

Gagnaflutningur til þriðja aðila

KPMG deilir ekki persónuupplýsingum með neinum þriðja aðila nema slíkt sé nauðsynlegt vegna lögmætra viðskiptalegra eða faglegra hagsmuna félagsins, í því skyni að framkvæma fyrirmæli þín, og/eða þar sem slíkt er leyft eða boðið í lögum eða faglegum reglum. Þetta felur í sér:

  • Þjónustuveitendur okkar: Nauðsynlegt kann að vera að flytja persónuupplýsingar þínar til þjónustuaðila eins og aðila sem þjónusta upplýsingakerfi KPMG, hýsingaraðila, viðskiptabanka, ráðgjafa (m.a. lagalegra ráðgjafa) og annarra seljenda vöru og þjónustu. KPMG á í samstarfi við slíka aðila í því skyni að þeir geti fyrir okkar hönd unnið með þínar persónuupplýsingar. KPMG mun einungis flytja persónuupplýsingar þínar til slíkra aðila að því tilskildu að þeir standist strangar kröfur varðandi öryggi og vinnslu persónuupplýsinga. Við deilum einungis þeim persónuupplýsingum að því marki sem nauðsynlegt er til að veita viðkomandi þjónustu.
  • Endurskipulagning eða sala félagsins: KPMG myndi væntanlega afhenda persónuupplýsingar í tengslum við mögulega sölu, framsal, eða önnur aðilaskipti að þeim hluta rekstrarins sem upplýsingarnar tengjast.
  • Dómstólar, löggæsluyfirvöld og eftirlitsstjórnvöld: KPMG mun deila persónuupplýsingum í tengslum við kröfur dómstóla, lögreglu eða eftirlitsstjórnvalda, eða þar sem það telst rétt og skylt til að hlíta ákvæðum laga, dómsúrlausna, stjórnvaldsreglna eða -úrskurða.
  • Öryggisúttektir: Miðlun persónuupplýsinga er nauðsynleg í tengslum við innri úttektir á upplýsingaöryggi og við tölvuendurskoðun og/eða í tengslum við rannsóknarhagsmuni eða til að bregðast við kvörtun eða öryggisógn.
  • Vátryggjendur: Vegna faglegra reglna og eðlis rekstrarins hefur KPMG rekstrartengda vátryggingarvernd. Krafa þessi er til komin í því skyni að gera hverju KPMG-félagi kleift að standa straum af kostnaði tengdum kröfum sem kunna að vera gerðar vegna meintra mistaka við að veita viðskiptavinum þjónustu. Fyrirkomulag slíkra trygginga krefst aðkomu ólíkra aðila á vátryggingamarkaðnum, t.d. miðlara, vátryggjenda og endurtryggjenda, auk faglegra ráðgjafa slíkra aðila og annarra þriðju aðila sem hafa aðkomu að meðferð bótakrafna. Í einhverjum tilvikum kunna slíkir aðilar að fara fram á aðgang að persónuupplýsingum þínum. Í slíkum tilvikum yrðu upplýsingarnar nýttar af þeim aðilum sem hafa aðkomu að vátryggingum félagsins, að því marki sem til staðar er bótakrafa sem tengist þér, og til að gera aðilum kleift að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og stjórnvaldsreglum. Sumir framangreindra aðila munu vinna þessar upplýsingar fyrir okkar hönd, eins og þeir þjónustuveitendur sem lýst er að framan, en aðrir munu kjósa að vinna upplýsingar um þig án aðkomu okkar.