Ný í eigendahópi KPMG á Íslandi

nýir eigendur hjá KPMG

Það er okkur mikill fengur að fá þau Ásgeir Skorra, Díönu, Helga, Lilju Dögg og Sigurvin í eigendahópinn. Öll hafa þau starfað lengi hjá KPMG og njóta virðingar meðal viðskiptavina og samstarfsfólks og með þau innanborðs er KPMG enn sterkari bæði út á við og inná við – ekki síst á landsbyggðinni þar sem KPMG hefur lagt kapp á að þjóna viðskiptavinum á landinu öllu. Ég óska þeim til hamingju með áfangann og vil bjóða þau velkomin í eigendahóp KPMG.

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KPMG

Nýlega bættust þau Ásgeir Skorri Thoroddsen, Díana Hilmarsdóttir, Helgi Níelsson, Lilja Dögg Karlsdóttir og Sigurvin Bárður Sigurjónsson við eigendahóp KPMG. Þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. KPMG er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu með það að markmiði að breyta þekkingu í verðmæti til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína og samfélagið í heild. Hjá KPMG starfa yfir 300 manns á Íslandi og yfir 265 þúsund manns á heimsvísu í yfir 143 löndum.

Ásgeir Skorri Thoroddsen hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Ásgeir hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2015. Hann er lögfræðingur að mennt og stundar MBA nám samhliða störfum sínum hjá KPMG. Ásgeir hefur sérhæft sig í  fyrirtækja-, félaga- og skattarétti. Í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu KPMG við nýsköpunargeirann. Auk þess tengist stór hluti þeirra verkefna sem Ásgeir sinnir ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum og fjármögnun þeirra. 

Díana Hilmarsdóttir er ný í eigendahópi KPMG og starfar á endurskoðunarsviði. Hún lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Díana er með víðtæka reynslu við að þjónusta fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár verið verkefnastjóri í endurskoðun félaga af öllum stærðargráðum í ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. skráðum félögum sem gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá hefur hún einnig unnið að mörgum verkefnum í reikningshaldi og skattamálum sem og í innri verkefnum einna helst tengdum gæðamálum og þekkingarmiðlun.

Helgi Níelsson er nýr í eigendahópi KPMG. Helgi er Eyfirðingur og hefur starfað á endurskoðunarsviði KPMG í tæp tuttugu og fjögur ár eða frá árinu 1998. Helgi er með próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2008. Helgi hefur unnið að margvíslegum verkefnum fyrir félagið þó aðallega í endurskoðun, reikningshaldi og verkefnum tengdum sköttum. Hann hefur m.a. unnið á skrifstofum KPMG í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en þar stýrði hann rekstrinum síðastliðin sex ár, en heldur nú aftur norður á Akureyri. 

Lilja Dögg Karlsdóttir er ný í eigendahópi KPMG. Hún er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og býr þar enn. Lilja Dögg er með Cand Oecon próf frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi frá árinu 2009. Hún hefur starfað hjá KPMG í rúm tuttugu ár og er í forsvari fyrir skrifstofu KPMG í Reykjanesbæ. Lilja Dögg hefur komið að endurskoðun og reikningsskilum ýmissa aðila bæði í einkageiranum og þeim opinbera

Sigurvin Bárður Sigurjónsson er nýr í eigandahópi KPMG en hann hóf störf á ráðgjafarsviði KPMG í september 2008. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, með mastersgráðu í Quantitative Finance frá Cass Business School og er með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Sigurvin vann áður sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum. Í störfum sínum hjá KPMG leggur hann áherslu á áhættustjórnun, eftirlitsskýrslugjöf, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Sigurvin hefur þjónustað félög í flestum atvinnugreinum, en leggur sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, opinbera aðila og skráð félög. 

Nánari upplýsingar veitir:

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KPMG, sími: 545 6061, hlynursigurdsson@kpmg.is