Með skynsamlegri nýtingu á gervigreind opnast miklir möguleika til að umbreyta rekstri, efla atvinnugreinar og takast á við sum af brýnustu vandamálum heimsins. Til að nýta þessa möguleika til fulls þarf að efla samstarf mismunandi aðila á markaðnum, skapa sameiginlega og ábyrga sýn í nýsköpun og setja viðeigandi reglugerðir.  Þá er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir setjir sér fræðsluáætlanir og leggi aukna áherslu á þjálfun starfsfólks til að nýta sér krafta gervigreindar.

Að frumkvæði Háskólans í Melbourne, í samstarfi við KPMG, var gerð alþjóðleg könnun árið 2025 undir heitinu „Traust, viðhorf og notkun gervigreindar“, þar sem yfir 48.000 manns í 47 löndum voru spurð um áhrif gervigreindar á einstaklinga og stofnanir. Þetta er ein víðtækasta alþjóðlega rannsóknin hingað til á trausti almennings, notkun á gervigreind í daglegum störfum og viðhorfum til gervigreindar.

Niðurstöðurnar sýna að notkun gervigreindar er að aukast, en traust er enn mikil áskorun – sem endurspeglar togstreitu milli ávinnings og áhættu.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru:

Bylting í notkun – öld þekkingar er runnin upp

66% fólks notar gervigreind reglulega og 83% telja að notkun hennar muni skila fjölbreyttum ávinningi.

Traust er enn mikil áskorun

Þrátt fyrir jákvæða þróun á trausti til gervigreindar reynist það enn mikil áskorun því aðeins 46% fólks á heimsvísu er reiðubúið að treysta gervigreindarkerfum.

KPMG!
66 %

fólks notar gervigreind reglulega

Reglugerðir um gervigreind

Það er skýrt ákall almennings um settar verði staðbundnar sem og alþjóðlegar reglugerðir um gervigreind en 70% telja að slíkar reglur séu nauðsynlegar.

Notkun gervigreindar í starfi

Margir treysta á niðurstöður gervigreindar án þess að meta nákvæmni þeirra (66%) og gera mistök í vinnunni vegna hennar (56%).

KPMG!
83 %

telja að notkun gervigreindar muni skila fjölbreyttum ávinningi

Skoða skýrslu

Traust, notkun og viðhorf til gervigreindar


Notkun gervigreindar er að aukast, en traust er enn mikil áskorun. Niðurstöður alþjóðlegar rannsóknar á vegum KPMG.




Skoðaðu skýrsluna hér


Viðhorf til gervigreindar á Norðurlöndunum

Í niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að almenningur á Norðurlöndum hefur nokkuð annað viðhorf til gervigreindar en í öðrum heimshlutum, auk þess sem notkun á gervigreind er almennt minni.

Helstu niðurstöður um notkun og viðhorft til gervigreinda á Norðurlöndum:

Norðurlöndin eru tortryggnari

Traust til gervigreindar er lægra á Norðurlöndum en að meðaltali á heimsvísu auk þess sem viðhorf til gervigreindar og almennt samþykki á notkun hennar er lægra en annarsstaðar. Þetta er hugsanlega vegna meiri samfélagslegri næmni fyrir siðferðilegum álitaefnum og áhættu.

Alþjóðleg bjartsýni á móti norrænu raunsæi

Þó að svarendur á heimsvísu sýni meiri bjartsýni gagnvart möguleikum gervigreindar í atvinnugreinum, leggja norðurlöndin meiri áherslu á raunsæ sjónarmið eins og áhættuminnkun, reglugerðir og stjórnarhætti.

Hraðari innleiðing á heimsvísu

Svarendur á heimsvísu greina frá meiri samþættingu gervigreindar við einkalíf og vinnu samanborið við Norðurlöndin, þar sem innleiðing virðist hægari (þetta á ekki  við niðurstöður í Noregi).

Lægri þekking á gervigreind á Norðurlöndum

Norðurlöndin dragast örlítið aftur úr í þekkingu og þjálfun tengdri gervigreind, sem gæti stuðlað að minni trausti. Noregur er það land sem skarar fram úr í þekkingu á gervigreind en nær þó ekki að jafna meðaltalið í niðurstöðum á alþjóðlegum vettvangi.

Sömu áskoranir en mismunandi forgangsröðun

Niðurstöður á Norðurlöndunum endurspegla þær áskoranir og áhyggjur sem koma fram í alþjóðlegu rannsókninni (t.d. rangfærslur og siðferði gervigreindar), en á Norðurlöndum er meiri áhersla lögð á þætti eins og möguleg minnkandi mannleg samskipti og aukna streitu á vinnustað af völdum gervigreindar.