Eins og tilkynnt var í nóvember síðastliðnum þá hefur norska fjármála- og tæknifyrirtækið ECIT keypt meirihluta í KPMG Bókað ehf. sem hefur rekið bókhalds- og launaþjónustu félagsins.

Nú í upphafi ársins 2025  hafa kaupin gengið formlega í gegn og er KPMG Bókað nú í meirihlutaeigu ECIT og samhliða hefur nafni félagsins verið breytt í ECIT Bókað ehf. Hér eftir munu því viðskiptavinir fá reikninga frá ECIT Bókað vegna  bókhalds- og launaþjónustu.  Með þessum kaupum verður Bókað hluti af öflugu neti á sínu sérsviði en ECIT veitir bókhalds- og launaþjónustu á öllum Norðurlöndunum auk nokkurra annarra landa. Allt starfsfólk KPMG Bókað hefur gengið til liðs við ECIT Bókað og mun áfram veita viðskiptavinum sömu faglegu þjónustu og áður auk þess semstarfsstöðvar félagsins verða áfram um allt land. Þá hafa þessar breytingar engin áhrif á þjónustu okkar hjá KPMG á landsvísu, aðrar en að bókhalds- og launaþjónusta færist nú á hendur samstarfsaðila okkar hjá ECIT Bókað.  

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KPMG, Tom Rasmussen, forstöðumaður kaupa og samruna hjá ECIT og Birna Mjöll Rannversdóttir, framkvæmdastjóri ECIT Bókað

Fulltrúar ECIT, KPMG og ECIT Bókað. Framkvæmdastjóri félagsins er Birna Mjöll Rannversdóttir sem hefur verið sviðsstjóri bókhaldssviðs KPMG til fjölda ára og var meðeigandi hjá KPMG frá árinu 2015 þar til nú. Með henni á myndinni eru Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri KPMG og Tom Rasmussen, forstöðumaður kaupa og samruna hjá ECIT.

Við hjá KPMG munum áfram veita þeim viðskiptavinum okkar sem nýta sér þjónustu ECIT Bókað, úrvals þjónustu á sviði reikningsskila, endurskoðunar, skattaráðgjafar og lögfræðilegra málefna auk fjölbreyttrar ráðgjafarþjónustu. Með öflugum samstarfsaðilum á ýmsum sviðum erum við hjá KPMG vel í stakk búin til að veita alla þá grunn þjónustu sem tengist fjármálastjórn fyrirtækja. Öflugt net sérfræðinga KPMG og KPMG Law um land allt eru reiðubúin til að aðstoðað okkar viðskiptavini við hvers konar áskoranir sem upp koma í þeirra rekstri. 

Við hvetjum viðskiptavini til að hafa samband við okkur hjá KPMG varðandi nánari uplýsingar. Fulltrúar okkar um allt land munu svara fyrirspurnum með ánægju.

Tengiliðir okkar um allt land

Höfuðborgarsvæðið

Haraldur Örn Reynisson
hreynisson@kpmg.is
545 6240

Sigríður Soffía Sigurðardóttir
ssigurdardottir@kpmg.is
545 6145

Akureyri

Helgi Níelsson
hnielsson@kpmg.is
545 6542

Þorsteinn Þorsteinsson
tthorsteinsson@kpmg.is
545 6536

Vesturland

Helena Rós Sigurðardóttir
hrsigurdardottir@kpmg.is
545 6235

Haraldur Örn Reynisson
hreynisson@kpmg.is
545 6240

Austurland

Magnús Jónsson
magnusjonsson@kpmg.is
545 6562

Ingimar Guðmundsson
igudmundsson@kpmg.is
545 6253

Norðurland vestra

Kristján Jónasson
kjonasson@kpmg.is
545 6504

Sigríður Ellen Arnardóttir
sarnardottir@kpmg.is
545 6370

Suðurland og Suðurnes

Friðrik Einarsson
feinarsson@kpmg.is
545 6139

Lilja Dögg Karlsdóttir
lkarlsdottir@kpmg.is
545 6057