KPMG á Íslandi og hugbúnaðarfyrirtækið DecideAct hafa undirritað samstarfssamning sem mun auka þjónustustig við viðskiptavini KPMG. Samstarfið felst í því m.a. að viðskiptavinum stendur til boða að fá niðurstöður stefnumótunarvinnu og aðgerðaráætlanir afhentar tilbúnar til innleiðingar í hugbúnaði DecideAct. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið þróaður í yfir 10 ár og er öflug lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja tryggja framgang og markvissa innleiðingu á stefnu. Fyrirtækið er skráð á First North markaðinn í Danmörku og var stofnað af þeim Bjarna Snæbirni Jónssyni  og Flemming Videriksen . 

Meðal viðskiptavina DecideAct á Íslandi eru Orkuveita Reykjavíkur, Kópavogur, Samkaup, Háskóli Íslands, Ölgerðin, Isavia, MAST, Matís, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Þorbjörn.  

Á myndinni sjást fulltrúar KPMG og Decide Act við undirritun samkomulagsins

Á myndinni sjást fulltrúar KPMG og Decide Act við undirritun samkomulagsins

Það er virkilega ánægjulegt að fara í samstarf við ráðgjafarsvið KPMG. Við erum mjög stolt af því trausti sem okkur er sýnt með því að vera valin sem samstarfsaðili þeirra. Þetta er sérlega spennandi fyrir okkur, bæði vegna stærðar KPMG og einnig vegna þess að þau sjá tækifærin sem felast í hugbúnaðinum okkar til að fylgja eftir og auðga ráðgjöfina til þeirra viðskiptavina. Við hlökkum mikið til samstarfsins við KPMG í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu.

Sigvaldi Egill Lárusson
fjármálastjóri og ráðgjafi hjá DecideAct

Við hjá KPMG höfum unnið að fjölmörgum stefnumótunarverkefnum með viðskiptavinum okkar í gegnum árin. Við leggjum áherslu á að hjálpa viðskiptavinum okkar að draga fram lykilatriði í þeirra starfsemi og að móta stefnu sem skilar árangri til framtíðar. En árangurinn felst ekki síst í því að innleiða stefnuna og aðgerðir með skilvirkum hætti og þar sjáum við mikil tækifæri í samstarfi við DecideAct. Fyrirtækið hefur þróað öflugan hugbúnað sem fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa notað og við erum mjög spennt fyrir því að geta boðið þessa lausn sem hluta af okkar þjónustuframboði.

Davíð Halldórsson
hluthafi hjá KPMG

Stjórnborð úr DecideAct

Stjórnborð úr DecideAct