Í átt að kolefnishlutleysi
KPMG gefur hér út grein um þróun aðgerðaráætlana í átt að kolefnishlutleysi. Þar sem fjallað er um fimm mikilvæg skref í þróun aðgerðaráætlana en á nokkrum mánuðum er hægt að útbúa heildræna stefnu og sérsniðin markmið aðgerðaráætlunar. KPMG aðstoðar viðskiptavini við þróun slíkra áætlana og byggja þær á fimm mikilvægum skrefum.
Skrefin fimm eru:
1) Greining gróðurhúsalofttegunda
2) Greining framtíðarmarkmiða
3) Sviðsmyndir
4) Vegvísir og framkvæmdaáætlun
5) Innleiðing í rekstur
Nánar er fjallað um þessi fimm skref í greininni.
Jafnframt er farið yfir fjárfestingar í verkefnum og skuldbindingum er varða kolefnishlutleysi fyrirtækja á heimsvísu og stöðuna á Íslandi. Þar kemur fram að á Íslandi hafa 48% af 100 stærstu fyrirtækjum landsins opinberlega sett fram markmið um samdrátt í losun á CO2 og þar af hafa einungis fimm sett sér markmið um samdrátt í losun í samræmi við SBTi.