Að finna tækifærin á óvissutímum

Forstjórar á heimsvísu eru almennt bjartsýnni á vöxt alþjóða efnahagslífsins nú en þeir voru í janúar 2022 þrátt fyrir vægan og stuttan samdrátt sem hefur áhrif á hagvöxt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu CE0 outlook sem KPMG Global gefur út árlega. Könnunin sem lögð var fyrir 1.325 forstjóra síðasta sumar veitir einstaka innsýn í hugarfar, stefnumótun og áætlanagerð forstjóra. 

Helstu niðurstöður könnunarinnar:

  • Sjö af hverjum tíu stjórnendum á heimsvísu telja að samdráttur muni hafa áhrif á væntanlegan vöxt á næstu þremur árum. Þar sem áhrif á meðalhagnað fyrirtækja verða líklega 10% á næstu 12 mánuðum. Um 85% stjórnenda eru bjartsýnir á langtíma vöxt síns fyrirtækis og telja að hann muni haldast stöðugur ár frá ári.
  • Heimsfaraldursþreyta og efnahagslegir þættir eru efst á lista yfir brýnustu áhyggjur fyrirtækja í dag. 
  • Þrátt fyrir efnahagslegar og pólitískar áskoranir hefur bjartsýni á efnahagslífi heimsins fyrir næstu þrjú árin tekið við sér og hefur ekki mælst hærri síðan fyrir faraldur snemma árs 2020.
  • Bjartsýni á alþjóðlega efnahagslífið næstu 6 mánuðina er nokkur eða 73% sem gefur til kynna að forstjórar horfi til framtíðar og sjái tækifæri í óvissunni. 

Bill Thomas, stjórnarformaður KPMG Global


Áskoranir í efnahagsumhverfinu hafa komið hver á fætur annarri síðustu misseri – heimsfaraldur, verðbólguþrýstingur og landpólitísk spenna – en það er jákvætt að forstjórar sem tóku þátt í könnuninni 2022 voru fullvissir um seiglu sinna fyrirtækja og tiltölulega bjartsýnir á eigin vaxtahorfur.

Þó að það komi ekki á óvart að efnahagsástandið hafi verið helsta áhyggjuefni stjórnenda fyrirtækja síðustu árin þá hafa þeir á undanförnum árum lært að takast á við ófyrirséðar áskoranir, endurskipuleggja vinnuafl sitt, losa um hindranir á aðfangakeðjunni og aðlagast landfræðilegum og efnahagslegum áhrifum. Þar sem mögulegur samdráttur er yfirvofandi hafa stjórnendur margra fyrirtækja undirbúið sig vel og leggja mikla áherslu á áætlanagerð og aðlögun. Sumir sjá tækifæri á þessum óvissutímum og horfa til tækninnar, mannauðsins og sjálfbærninnar.

Bill Thomas
Global Chairman and CEO
KPMG