Handbók stjórnarmanna 2. útgáf
Handbók stjórnarmanna 2. útgáf
Markmiðið með útgáfunni var að taka saman á einn stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna. Reynslan hefur sýnt að handbókin nýtist bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref sem stjórnarmenn og þeim sem hafa mikla reynslu af stjórnarstörfum.
KPMG gaf út 2. útgáfu af Handbók stjórnarmanna árið 2013 og þeirri útgáfu er ítarlegri umfjöllun um t.d. áhættustjórnun, stefnumótun og sviðsmyndir, árangursmat stjórnar, rafrænar stjórnarvefgáttir, aðgerðir í kjölfar hluthafafunda og hvernig haga eigi skattlagningu þóknunar fyrir stjórnarstörf.
Árið 2010 gaf KPMG út Handbók stjórnarmanna sem fékk mjög góðar viðtökur. Markmiðið með útgáfunni var að taka saman á einn stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna. Reynslan hefur sýnt að handbókin nýtist bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref sem stjórnarmenn og þeim sem hafa mikla reynslu af stjórnarstörfum.
Þegar handbókin var fyrst gefin út var ákveðið að hún yrði endurútgefin að þremur árum liðnum. Nú er komið að 2. útgáfu bókarinnar og verður bæði hægt að nálgast hana á prentuðu formi líkt og áður en einnig sem rafbók.
Mikil vitundarvakning hefur orðið meðal stjórnarmanna um mikilvægi samfélagsábyrgðar og því fengum við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, í lið með okkur til að skrifa kaflann um samfélagsábyrgð. Jafnframt vildum við hafa nánari umfjöllun um viðskiptasiðferði og fengum við Ketil Berg Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík, til að endurskrifa þann kafla.
Þessi útgáfa tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins gáfu út árið 2012. Jafnframt tekur bókin mið af glænýjum kauphallarreglum eftir því sem við á.
© 2024 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Limited, ensku félagi með takmarkaða ábyrgð. Allur réttur áskilinn.
Nánari upplýsingar um skipulag alþjóðlegs nets KPMG má finna á https://kpmg.com/governance.