KPMG efnir til ráðstefnu fyrir stjórnendur íslensks viðskiptalífs í Grósku fimmtudaginn 9. október
kl.13:00 – 17:00
.

Stjórnendur standa í dag frammi fyrir tækifærum og áskorunum sem hafa mikil áhrif á viðskiptalífið til framtíðar. Á Framtíðardegi KPMG munu sérfræðingar okkar ásamt erlendum fyrirlesurum og leiðtogum stærstu fyrirtækja landsins ræða þessi málefni.  Með áhugaverðum erindum, samtölum við sérfræðinga og pallborðsumræðum munum við ræða um framtíðarsýn stjórnenda bæði á Íslandi og á heimsvísu, þá þróun sem á sér nú stað í alþjóðamálum að ógleymdri tækniþróun og þeim tækifærum sem í henni felast. Kynntu þér dagskrá og fyrirlesara nánar hér fyrir neðan.

Húsið verður opnað kl. 12:30. Kaffihlé verður milli erinda og léttar veitingar verða í boði við ráðstefnulok þar sem KPMG fagnar 50 ára afmæli félagsins með ráðstefnugestum.

Margrét Pétursdóttir, löggiltur endurskoðandi og partner hjá KPMG fer með fundarstjórn.

Margrét Pétursdóttir, löggiltur endurskoðandi og partner hjá KPMG

Dagskrá

Ráðstefna hefst kl. 13:00

Global Geopolitical update: Gathering storms and bright spots, future scenarios for business and trade

Stefano Moritsch, Global Geopolitics Lead hjá KPMG

Í starfi sínu hjá KPMG leitast Stefano við að aðstoða fyrirtæki og stjórnvöld við takast á við þær áskoranir sem fylgja þróun í alþjóðastjórnmálum á hverjum tíma. Stefano leggur áherslu á að greina lykilstrauma í stjórnmálum á alþjóðlegum vettvangi og tengja þær við brýnar áskoranir í mismunandi atvinnugreinum. Stefano hefur bakgrunn í alþjóðasamskiptum, samskiptum á diplómatískum vettvangi og alþjóðalögum og býr yfir margra ára reynslu í stjórnunarráðgjöf í Ástralíu, þar sem hann hefur aðstoðað fyrirtæki og stjórnvöld við að rata um flókið alþjóðlegt regluumhverfi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra

Þórdís Kolbrún leiðir umræðu við Stefano Moritsch eftir erindi hans um þróun alþjóðamála.

Stefano Moritsch og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Framtíðarsýn íslenskra og alþjóðlegra stjórnenda

Helgi Rafn Helgason, ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi

Á hverju ári gerir KPMG alþjóðlega viðhorfskönnun, KPMG CEO Outlook, meðal forstjóra stærstu fyrirtækja í heimi í samstarfi við Forbes. KPMG á Íslandi gerir nú í fyrsta sinn álíka könnun meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja. Helgi Rafn mun draga fram áhugaverðustu niðurstöður beggja kannana og bera saman helstu áhersluþætti og framtíðarsýn íslenskra og alþjóðlegra stjórnenda. 

Helgi Rafn Helgason ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi

Pallborðsumræður: Tækifæri og áskoranir framtíðarinnar

Svanbjörn Thoroddsen, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG á Íslandi leiðir pallborðsumræður meðal stjórnenda í íslensku viðskiptalífi

Þátttakendur í pallborði verða þau

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion Banka
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans

Pallborð á framtíðardegi KPMG - Svanbjörn Thoroddsen, Benedikt Gíslason, Bogi Nils Bogason og María Björk Einarsdóttir

Hlé

Boðið upp á kaffi og veitingar

Þurfum við að endurhugsa framtíðina?

Gísli Ragnar Guðmundsson og Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir verkefnastjórar hjá KPMG á Íslandi

Tækni er ekki bara verkfæri til að gera sama hlutinn hraðar en áður og spara tíma. Nýtum tækni sem afl til að endurhugsa rekstur, finna nýjar tekjulindir og skapa virði sem áður var ómögulegt.

Gísli Ragnar Guðmundsson og Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir verkefnastjórar hjá KPMG á Íslandi

A Challenge From the Universe: Know Your Power

Dr. Michelle Thaller, stjörnufræðingur, fyrirlesari og fyrrum yfirmaður hjá NASA

Við stöndum frammi fyrir krefjandi áskorunum í heiminum í dag: Loftslagsmál, alþjóðastjórnmál, menning og tækni taka hröðum breytingum og verða endurskilgreind á næstu árum. Það er auðvelt að finna fyrir smæð og vanmætti. En kannski þarf að breyta sjónarhorni okkar út frá stjörnufræði og horfa á málin út frá því hvaðan við raunverulega komum. Með því að muna hvaðan við komum og þekkja mátt okkar getum við tekist á við framtíðina saman!

Dr. Michelle Thaller er alþjóðlega viðurkenndur stjörnufræðingur og fræðslufulltrúi í vísindum. Hún lét nýverið af störfum hjá NASA eftir 27 ára starf, þar sem hún lauk ferlinum sem aðstoðarforstöðumaður vísinda hjá stærstu starfsstöð NASA, Goddard Space Flight Center í Washington, D.C. Hún hefur komið fram í beinum útsendingum NASA, til dæmis við geimskot James Webb geimsjónaukans, og úr sjónvarpsþáttum á borð við How the Universe Works og NOVA. Michelle hefur birt fjölda vísindagreina um bæði stjörnufræði og vísindamiðlun, og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir vefmiðlaefni um vísindi. Árið 2025 hlaut hún Exceptional Achievement Medal frá NASA, sem er æðsta heiðursmerki stofnunarinnar. Í dag starfar Michelle með Smithsonian-stofnuninni við fræðslustörf, auk þess að vera aðjúnkt við Wisconsin-háskóla.

Michelle Thaller frá NASA

Ráðstefnulok

Ráðstefnu lýkur kl. 16:45.
Léttar veitingar verða í boði.

Hverjir verða drifkraftar breytinga?
informative image