KPMG ætlar að halda áhugaverð námskeið í reikningsskilum í desember og eru þau öllum opin

Kennslustaður: Rafrænt, í Microsoft Teams. Þátttakendur fá hlekk til að komast inn á námskeiðið. Athugið að námskeiðið verður ekki tekið upp og KPMG á einkarétt á kennsluefni og námskeiðinu í heild sinni. Upptaka námskeiðs af hálfu þátttakenda og dreifing persónulegra upplýsinga er með öllu óheimil.

Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið. Verði færri en 10 skráðir mun KPMG láta vita hvort verði af námskeiði.

Námskeiðsgögn: Þátttakendur munu fá glærur á tölvutæku formi stuttu áður en námskeiðið hefst, en þær verða að hluta á ensku. Leiðbeinendur munu samt kynna á íslensku.

Verð: 15. 000 kr. á hvort námskeið fyrir þátttakanda. Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti.

12. desember frá 10:00-11:30 / Hlutdeildaraðferð og samstæðureikningsskil

Hlutdeildaraðferð og samstæðureikningsskil

Á námskeiðinu verður fjallað um hlutdeildaraðferð og gerð samstæðureikningsskila. Gerð verður grein fyrir meginreglum í íslenskum ársreikningalögum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, sem eru í meginatriðum eins, en í nokkrum tilvikum mismunandi.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru dr. Árni V. Claessen og Sæmundur Valdimarsson, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG.

Námskeiðið gefur 1,5 endurmenntunareiningu í flokknum reikningsskil og fjármál.

13. desember frá kl. 10:00-11:30 / Breytingar á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum

Breytingar á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IAS 1, IFRS 18, IFRS 19 o.fl.) og áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Breytingar á alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 1 Framsetning reikningsskila (e. Presentation of Financial Statements) er varða flokkun skulda sem skammtíma- eða langtímaskuldir og upplýsingargjöf um kvaðir langtímaskulda, sem taka gildi á reikningsárinu 2024;
  • Nýja alþjóðlega reikningsskilastaðalinn IFRS 18 Framsetning og upplýsingagjöf í reikningsskilum (e. Presentation and Disclosure in Financial Statements), sem tekur gildi 1. janúar 2027 og breytir því hvernig fyrirtæki munu birta afkomu sína í rekstrarreikningi og veita upplýsingar í skýringum;
  • Nýja alþjóðlega reikningsskilastaðalinn IFRS 19 Dótturfélög án ábyrgðarskyldu gagnvart almenningi: upplýsingagjöf (e. Subsidiaries without Public Accountability: Disclosures), sem tekur gildi 1. janúar 2027 og leyfir dótturfélögum sem uppfylla tiltekin skilyrði að birta færri og/eða umfangsminni skýringar í reikningsskilum sínum;
  • Nýlegar ákvarðanir Túlkunarnefndar um alþjóðlega reikningsskilastaðla (e. IFRS Interpretations Committee);
  • Verkefnaáætlun Alþjóðareikningsskilaráðsins (e. International Accounting Standards Board);
  • Áhersluátriði ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu (e. European Securities and Markets Authority) í eftirliti með reikningsskilum og ársskýrslum vegna ársins 2024.


Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhann I. C. Solomon og Svanhildur Skúladóttir, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG. Námskeiðið byggir að mörgu leyti á efni sem Jóhann fór yfir á Reikningsskiladegi FLE sl. 20. september.

Námskeiðið gefur 1,5 endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.

informative image