Námskeiðið verður haldið 2. nóvember frá kl. 9:00-11:00 og kostar 16.000 kr. á þátttakanda.

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmis mál sem tengjast sjálfbærni, bæði núgildandi reglur um ófjárhagslegar upplýsingar (einkum 66. gr.d í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga) sem og þær reglur sem eru í farvatninu og munu taka gildi á næstu árum en það eru annars vegar nánar ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærni og staðlar sem settir verða á grundvelli hennar og hins vegar reglur Alþjóðaráðsins um sjálfbærnistaðla (e. International Sustainability Standards Board, ISSB®).

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson og Hildur Flóvenz, sérfræðingar í sjálfbærni hjá KPMG.

Námskeiðið gefur tvær endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.

Kennslustaður: öll námskeiðin verða haldin í Microsoft Teams.
Kennarar: sérfræðingar KPMG á Íslandi.


Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið. Verði færri en 10 skráðir mun KPMG láta vita hvort verði af námskeiði.

Námskeiðsgögn fylgja á tölvutæku formi en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku. Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti. Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.

Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.

 

informative image