Námskeiðið verður haldið 8. nóvember frá kl. 9:00-11:00 og kostar 16.000 kr. á þátttakanda.
Á námskeiðinu verður fjallað um ýmis atriði í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga og reglugerð nr. 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Þá mun sérfræðingur frá fyrirtækja- og ársreikningaskrá fjalla um atriði sem betur mega fara í ársreikningum félaga og komið hafa upp í eftirliti sem og væntanleg áhersluatriði ársreikningaskrár í eftirliti með ársreikningum 2022.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Unnar F. Pálsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, og Halldór Ingi Pálsson, sérfræðingur hjá fyrirtækja- og ársreikningaskrá.
Námskeiðið gefur tvær endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.
Kennslustaður: öll námskeiðin verða haldin í Microsoft Teams.
Kennarar: sérfræðingar KPMG á Íslandi.
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið. Verði færri en 10 skráðir mun KPMG láta vita hvort verði af námskeiði.
Námskeiðsgögn fylgja á tölvutæku formi en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku. Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti. Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.
Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.