Námskeiðið verður haldið 15. nóvember frá kl. 9:00-11:00 og kostar 16.000 kr. á þátttakanda.
Á námskeiðinu verður fjallað um reikningshaldslega og skattalega meðhöndlun kaupréttarsamninga við starfsmenn og kröfur um upplýsingagjöf í reikningsskilum vegna þeirra.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jóhann I. C. Solomon, Unnar F. Pálsson og Steingrímur Sigfússon, löggiltir endurskoðendur hjá KPMG.
Námskeiðið gefur tvær endurmenntunareiningar í flokknum reikningsskil og fjármál.
Kennslustaður: öll námskeiðin verða haldin í Microsoft Teams.
Kennarar: sérfræðingar KPMG á Íslandi.
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur á hvert námskeið. Verði færri en 10 skráðir mun KPMG láta vita hvort verði af námskeiði.
Námskeiðsgögn fylgja á tölvutæku formi en þau eru í nokkrum tilvikum á ensku. Námskeiðsgjöldin eru undanþegin virðisaukaskatti. Hægt er að sækja öll námskeiðin eða einstök námskeið.
Nánari upplýsingar um skráningu og skipulag námskeiða veitir Björk Arnbjörnsdóttir í síma 894-4271 eða í tölvupósti á netfangi barnbjornsdottir@kpmg.is.