Ólafur Már Ólafsson
Partner
KPMG á Íslandi
Ólafur hóf störf hjá KPMG árið 1995 og hefur því 25 ára starfsreynslu hjá félaginu. Ólafur hefur verið partner hjá KPMG frá árinu 2005. Ólafur hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 2000. Hann hefur mikla reynslu af endurskoðun stærri og minni fyrirtækja í mörgum atvinnugreinum þar á meðal fyrirtækja með starfsemi í mörgum löndum. Ólafur hefur auk þess mikið unnið við sameiningar og skiptingar félaga. Ólafur hefur unnið við endurskoðun fjármálafyrirtækja og nokkurra skráðra félaga í Kauphöll Íslands, sem gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.