Helena W Óladóttir

Sérfræðingur á ráðgjafarsviði

KPMG á Íslandi

Helena býr yfir víðtækri reynslu af innleiðingu umhverfis- og gæðastjórnunar, Hún hefur starfað með fjölmörgum ferðaþjónustuaðilum ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) að stefnumörkun og umbótum og sinnt margvíslegri ráðgjöf í sjálfbærni og gæðastjórnun.

Helena hóf störf hjá KPMG í ágúst 2022. Áður starfaði hún sem gæðastjóri á Lyfjastofnun, gæða- og umhverfisstjóri Farfugla á Íslandi (HI Iceland), og sem verkefnisstjóri sjálfbærni bæðí á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur

Helena er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í umhverfisfræði og hefur einnig starfað sem aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ þar sem kennslugreinar hafa verið loftslagsmenntun og menntun til sjálfbærni í formlegri og óformlegri menntun.

Helena býr yfir víðtækri reynslu af innleiðingu umhverfis- og gæðastjórnunar, Hún hefur starfað með fjölmörgum ferðaþjónustuaðilum ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) að stefnumörkun og umbótum og sinnt margvíslegri ráðgjöf í sjálfbærni og gæðastjórnun.

Helena hefur unnið að innleiðingu ferla og gæðastjórnunar ásamt innri úttektum ýmissa staðla og umbóta hjá stofnunum og fyrirtækjum auk þess sem hún hefur komið að stefnumörkun í sjálfbærni í einkageiranum sem og á opinberum vettvangi.

Helena er sérfræðingur í innra eftirliti þar sem gæði- og sjálfbærni fara saman. Hún hefur víðtæka reynslu af greiningu ferla, innri úttektum og umbóta- og aðgerðaáætlunum.