Kristinn Jónasson

Partner

KPMG á Íslandi

Kristinn gekk til liðs við KPMG árið 2013 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum á þeim tíma. Um er að ræða verkefni tengdum skatta- og félagarétti hér á landi og erlendis auk almennrar lögfræðiþjónustu, svo sem samningagerð.

Kristinn starfaði áður sem lögfræðingur hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, virðisaukaskattsdeild ríkisskattstjóra og eftirlitssviði ríkisskattstjóra. 

Sérsvið Kristins er virðisaukaskattur og aðrir óbeinir skattar og hefur hann veitt ráðgjöf á því sviði til fyrirtækja hér á landi og erlendis. Kristinn hefur einnig veitt ráðgjöf um stofnun fyrirtækja fyrir innlenda- og erlenda aðila sem hyggjast stunda atvinnurekstur á Íslandi. Kristinn hefur unnið að úrlausn skattalegra ágreiningsmála við bæði skattyfirvöld og dómstóla en einning verið hluti af því sterka teymi KPMG sem kemur að skattalegum og lögfræðilegum áreiðanleikakönnunum. 

  • M.L. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2011

  • Lögmannsréttindi

  • Virðisaukaskattur

  • Félagaréttur

  • Áreiðanleikakannanir