Gísli Ragnar Guðmundsson

Manager

KPMG á Íslandi

Gísli hefur verið ötull talsmaður nýsköpunar og snjallari starfshátta í opinberri stjórnsýslu og atvinnulífi. Hann hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið undanfarin ár, með sérstaka áherslu á hagnýtingu gervigreindar og gagna í stjórnun og stefnumótun.

Gísli hóf störf sem ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi árið 2025. Áður starfaði hann sem sérfræðingur í gervigreindarmálum hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem hann leiddi mótun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands um gervigreind.

Gísli hefur reynslu af margvíslegum verkefnum tengdum tækni, nýsköpun og stefnumótun. Hann hefur starfað bæði innanlands og erlendis, meðal annars í Bretlandi, Þýskalandi og Kína, og komið að stofnun og uppbyggingu sprotafyrirtækja sem hafa selt vörur fyrir yfir 250 milljónir króna. Hann hefur einnig leiðbeint fjölda stofnana og fyrirtækja um hvernig nýta megi gervigreind í daglegum rekstri og þjónustu.

Reynsla

  • Leiddi gerð aðgerðaáætlunar Íslands um gervigreind fyrir hönd stjórnvalda
  • Skipulagði námskeið og vinnustofur um hagnýtingu gervigreindar fyrir ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki
  • Stofnaði og þróaði tæknifyrirtæki með vöruþróun á mörkuðum í Evrópu og Asíu
  • Starfaði sem vörumerkja- og vöruþróunarstjóri með áherslu á gagnadrifna ákvörðunartöku
  • Hefur unnið með helstu opinberum aðilum að nýsköpun og snjallvæðingu þjónustu
  • B.Sc. í verkfræði frá Háskóla Íslands

  • Frekara nám í máltækni og gervigreind

  • Fjölbreytt starfsþjálfun og endurmenntun á sviði stefnumótunar, hönnunarhugsunar og tækni