Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Verkefnastjóri

KPMG á Íslandi

Hildur er sérfræðingur í þriðja geiranum og leggur þar sérstaklega áherslur á stjórnskipulag, stjórnarhætt, fjármál og umbótavinnu.

​Hildur hefur starfað hjá KPMG síðan 2017. ​

Hún hefur viðamikla reynslu af stjórnun og rekstri, einkum hjá félagasamtökum. Áður starfaði hún m.a. sem deildarstjóri hjá Rauða krossinum, framkvæmdastjóri Landsamband ungmennafélaga og við verkefnastjórn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Auk þess hefur hún sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Endurmenntun og Opna háskólann og veitt ráðgjöf til ýmssa aðila þriðja geirans. ​

​Hildur er sérfræðingur í þriðja geiranum og leggur þar sérstaklega áherslur á stjórnskipulag, stjórnarhætt,  fjármál og umbótavinnu. Hjá KPMG hefur hún sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum þriðja geiranum einkum fyrir mannúðar- og hagsmunasamtök.  Helstu verkefnin henna hafa verið greiningar á stjórnskipulagi og hagkvæmni í verkefnum, umbótavinna og kennsla.  ​

Önnur verkefni Hildar hjá KPMG snúa að sjálfbærni, stjórnarháttum og innri endurskoðun. Hildur hefur komið að margvíslegum verkefnum tengdum sjálfbærni, fyrir stór og smá fyrirtæki og stofnanir. Félagslegir þættir eru sérsvið Hildar. Verkefni hennar í innri endurskoðun hafa einkum verið hjá lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum en hún hefur einnig sinnt staðfestingum og greiningum á stjórnarháttum fyrir margvísleg félög. Þá hefur hún sinnt verkefnum tengdum bókhaldi og uppgjöri fyrir stærri og smærri félög og samtök.​