Kristín hefur starfað hjá KPMG síðan árið 2016.
Helstu verkefni hennar hafa verið mat og greining á umgjörð stjórnarhátta og áhættustýringar hjá fjármálafyrirtækjum, tryggingafélögum og lífeyrissjóðum.
Hún hefur einkum unnið að úttektum á áhættustýringu, eignastýringu, ICAAP ferlum, AML ferlum og viðbragðsáætlunum, s.s. vegna lausafjárstýringar.
Hún hefur einnig framkvæmt greiningar á stjórnarháttum og aðstoðað stjórnir við að framkvæma árangursamt á störfum sínum í samræmi við Leiðbeiningar um stjórnarhætti, útg. VÍ, SA og Nasdaq Iceland.
Kristín hefur einnig unnið að innri endurskoðun hjá fjármálafyrirtækjum, tryggingafélögum og lífeyrissjóðum.
Kristín starfaði áður hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti með starfsemi íslensku viðskiptabankanna.
Hún var síðast ábyrg fyrir fjárhagslegu eftirliti með einum viðskiptabankanna. Sem slík hafði hún umsjón með og tók þátt í mati á lykiláhættuþáttum (þ.e. útlána-, markaðs- og lausafjáráhættu), ICAAP skýrslum, viðskiptaáætlunum og áhættustýringu bankanna.
Hún tók einnig virkan þátt í innleiðingu áhættumiðaðs eftirlits hjá FME og verkstýringu SREP/ICAAP ferlis FME.
Áður var Kristín sviðsstjóri Lífeyris- og verðbréfasjóðasviðs Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðgjafi hjá Frjálsa fjárfestingabankanum hf.