Ólafía Þórunn, KPMG og GSÍ buðu efnilegum stelpum í golfi til móts!
Miðvikudaginn 10. júní 2020 héldu Ólafía Þórunn, KPMG og GSÍ níu holu golfmót á Setbergsvelli þar sem um 30 ungar stúlkur fengu tækifæri til að hitta suma af bestu kylfingum landsins og læra af þeim. Alls tóku níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar þátt og leiðbeindu stúlkunum.