KPMG hefur verið stuðningsaðili Golfsambands Íslands til fjölda ára og hefur samstarfið verið afar farsælt. Golfíþróttin er mjög vaxandi á Íslandi og hefur KPMG sérstaklega beint sjónum sínum að því að styðja við uppbyggingarstarf íþróttarinnar.
KPMG hefur einnig lagt áherslu á að styðja við ungar afrekskonur í golfi og var lengi vel aðal stuðningsaðili Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem náði frábærum árangri í golfíþróttinni á alþjóðlegum vettvangi.
KPMG er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Starfsfólk vinnur með fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi við að greina upplýsingar og veita þeim aukna innsýn til að geta tekið farsælar ákvarðanir í sínum rekstri.
Golfmælaborð KPMG og GSÍ
Til þess að afrekskylfingar landsins geti tekið betri ákvarðanir í sínum leika hafa ráðgjafar KPMG greint fyrirliggjandi gögn um Íslandsmót GSÍ allt frá árinu 2001 og sett ýmsar áhugaverðar upplýsingar fram í mælaborði á vef KPMG.
Um er að ræða mikið magn af gögnum sem sett eru fram með einföldum hætti og veita því innsýn í fjölmarga þætti í leik kylfinga í gegnum tíðina. Hvaða holur hafa reynst erfiðastar á Íslandsmótum? Hverjir náðu besta skori að meðaltali? Hér gefst tækifæri til að fá innsýn inn í golfið frá tölfræðilegri hlið.