Nýir, skemmtilegri og betri vinnuferlar

Gervigreind er tækni sem líkir eftir mannlegri greind og getur með þjálfun túlkað, lært og unnið að verkefnum. Gervigreindin er nú þegar til staðar í tækjum og tólum sem við notum daglega eins og leitarvélum, vírusvörnum, farsímum og fleiru.

Í stað þess að hafa áhyggjur af því að sjálfvirkni og gervigreind muni gera okkar störf úrelt má horfa á gervigreindina sem hjálparhendur í okkar daglegu störfum. Gervigreind er hluti af þeim tækifærum sem ör þróun í upplýsingatækni gefur okkur.

Er fyrirtækið þitt tilbúið fyrir AI og gervigreindina?

Innleiðing Copilot og AI gervigreindar snýst um meira en að ýta á hnapp. KPMG í samstarfi við Microsoft aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu gervigreindarinnar.

Microsoft 365 lausnir fyrir gögn og gervigreind:

Power umhverfið

Power BI er notað til að búa til gagnvirfkar skýrslur og mælaborð, auk greiningateninga og gagnamótun. Power Query er hluti af BI desktop en lausnin er notuð til að umbreyta hráum gögnum í greinanleg gögn. Power Query tengist flestum gagnagrunnum, er hraðvirkt og auðvelt í notkun.

Power Automate er lausn sem notendur geta nýtt til að búa til sjálfvirk vinnuflæði milli annarra lausna og/eða hugbúnaðar. Með Power Automate lausn Microsoft er hægt að sjálfvirknivæða endurteknar aðgerðir og ferla eins og sjálfvirkar aðgerðir í tölvupósti, Microsoft Office, Google Drive og ýmsum öðrum lausnum og samfélagsmiðlum.

Azure AI

Býður bæði uppá verkfæri og lausnir „beint úr hillunni“ fyrir forritun og þróun, auk þess að bjóða uppá sérhönnun á API's.
Meðal þessara lausna er Machine Learning Með Azure AI Machine Learning geta fyrirtæki og stofnanir hannað eigið greiningamódel, sem lærir af gögnum og getur þannig spáð fyrir um hegðun, greint mynstur og gefið innsýn í gögn. Auk þess sem Azure AI inniheldur öfluga innviði (infrastructure) sem styður við AI þjónustur og þróun.

Viva Topics

Skipuleggur sjálfvirkt efni og þekkingu þvert á gögn, sem auðveldar notendum að finna upplýsingar og miðla þekkingu.