Áhættustjórnun

Áhættumatskerfi KPMG

Með áhættumatskerfi KPMG bjóðum við lausn sem aðstoðar við að greina áhættur í rekstri fyrirtækja. Lausnin felur í sér áhættuskrá þar sem skráning á áhættu, mati og nánari skilgreiningum er framkvæmd og mælaborð veitir yfirsýn og yfirlit yfir stöðu mála. Í kerfinu er áhætta flokkuð eftir þeim gildum sem skilgreind eru í samráði við viðskiptavin. Með lausninni eru tilkynningar og áminningar sendar til ábyrgðaraðila eins títt og viðskiptavinur óskar. Einnig er haldið utan um stýringar og mótvægisaðgerðir áhættu og með endurmatsferli er hægt að skoða hvernig áhættumat þróast yfir tíma.

Áhættumatskerfi KPMG
Áhættumatskerfi KPMG

Forsíðu áhættumatskerfisins er auðvelt að aðlaga ásamt því að tengja upplýsingar úr kerfinu við önnur kerfi. Öll helstu atriði koma fram í skráningarforminu s.s. áhættuflokkur, undirflokkur, ábyrgð, orsakir, afleiðingar, áhættumat og skilgreining mótvægisaðgerða/stýring .

Áhættumatskerfi KPMG byggir á Microsoft SharePoint og PowerAutomate sem eru hluti af Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinar. Lausnina er því auðvelt að innleiða og samþætta við þitt Microsoft 365 vinnuumhverfi.

Áhættumatslausn KPMG með Microsoft

Helstu eiginleikar áhættumatskerfis KPMG

Áhættuskrá

Áhættuskrá


Skráning á áhættu, mat og nánari skilgreiningar. Ábyrgðaraðilar skilgreindir, ásamt helstu upplýsingum um orsakir og afleiðingar eða áhrif.


Flokkun og skilgreining áhættu

Flokkun og skilgreining áhættu


Hverja og eina áhættu er hægt að flokka eftir tegund, undirtegund, skipulagseiningum, ábyrgð, stöðu og fleiri gildum ef þurfa þykir. Auðvelt er að bæta við flokkunum í kerfið.


Endurmatsferli áhættu

Endurmatsferli áhættu


Haldið utan um endurmatsferli og sögu endurmats á áhættum. Hægt að skoða og sjá hvernig áhættumat þróast yfir tíma.


Mælaborð

Mælaborð


Yfirsýn og yfirlit yfir stöðu lykiláhættu, áhættu í eftirliti og áhættuskrána í heild sinni. Auðvelt er að sía eftir mismunandi málaflokkum og ábyrgð.


Mótvægisaðgerðir

Mótvægisaðgerðir


Skilgreining á stýringum og mótvægisaðgerðum áhættu. Hægt er að skilgreina sömu stýringar fyrir hverja einustu áhættu. Ábyrgð, tímarammi og eðli stýringa skilgreind.


Tilkynningar og áminningar

Tilkynningar og áminningar


Tilkynningar og áminningar til ábyrgðaaðila á áhættu og/eða mótvægisaðgerðum. Tíðni áminninga er skilgreind í samráði við viðskiptavin og ferli áhættustjórnunar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig.



KPMG er traustur samstarfsaðili Microsoft á alþjóðavísu

Microsoft 365 er í senn vinnuumhverfi, samvinnutæki, vefþróunarumhverfi, notendalausnir, samþættingarlausn og stafrænt verkferlaumhverfi sem er hægt að nýta eitt og sér, með viðbótarlausnum
eða í samþættingu við önnur kerfi. Tækifærin til stafrænnar vegferðar eru til staðar í Microsoft 365 umhverfinu og KPMG leggur mikla áherslu á að veita íslensku atvinnulífi öfluga ráðgjöf í innleiðingu á lausnum Microsoft.

KPMG er helsti samstarfsaðili Microsoft á alþjóðavísu og var valið „Digital Transformation Partner of the Year“ hjá Microsoft árið 2021 og „Global Defence & Intelligence Partner of the Year“ árið 2023. 

Saman veita KPMG og Microsoft fyrirtækjum sérsniðna ráðgjöf fyrir mismunandi atvinnugreinar sem og stafrænar lausnir til að takast á við flókin verkefni. Árið 2023 útvíkkuðu KPMG og Microsoft samstarf sitt sem nú notfærir gervigreind til lausnar á ýmsum rekstrartengdu málum fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnana.