Gervigreind snýst ekki bara um tækni, heldur fyrst og fremst um fólk og ferla. Satya Nadella, forstjóri Microsoft, orðaði þetta vel:
„AI transformation is 20% about technology and 80% about people and processes.“
Það er lykilatriði að starfsfólk sé undirbúið og öruggt í notkun gervigreindar. Við hjá KPMG skiljum að fyrsta skrefið—fyrsta bylgjan—er ekki eingöngu tæknileg heldur snýst hún um að efla starfsfólkið, veita góða þjálfun og skapa traust umhverfi til að nýta tæknina vel.
Þjálfun er lykillinn að árangri
Tilraunir í Bandaríkjunum og Ástralíu sýna ótvírætt fram á mikilvægi þess að byrja vel:
- Pennsylvania, Bandaríkin: Í prófunum á ChatGPT sparaði gervigreindin starfsfólki að meðaltali 95 mínútur á dag—sem jafngildir einum heilum vinnudegi á viku!
- Ástralía: Yfir sex mánaða tilraun með Microsoft 365 Copilot, sem náði til 365.400 opinberra starfsmanna, sýndi að 69% töldu að hraði verkefnavinnu hefði aukist og 61% upplifðu aukin gæði í verkefnum sínum. Enn fremur nýttu 40% starfsmanna tímann betur í mikilvægari verkefni eins og stefnumótun og nýsköpun. Tilraunin undirstrikaði líka mikilvægi ítarlegrar þjálfunar—starfsfólk með góða þjálfun upplifði meiri öryggistilfinningu við notkun tækninnar.
Bill Gates leggur áherslu á þetta og segir:
„Helsta ráð mitt varðandi gervigreind er að hvetja fólk til að prófa sig áfram. Það er besta leiðin til að fá tilfinningu fyrir tækninni og hugsanlegum áhrifum hennar.“
AI þjófstart – byrjaðu strax með KPMG
Við hjá KPMG hjálpum þér og þínu starfsfólki að taka þessi fyrstu mikilvægu skref. Með réttum stuðningi, þjálfun og ráðgjöf mun gervigreind ekki bara spara tíma heldur einnig skapa svigrúm til að einbeita sér að því sem skiptir raunverulega máli.
Taktu fyrsta skrefið og náðu forskoti með AI þjófstarti.