Einfalt og skilvirkt utanumhald um sjálfbærnimál
Fyrirtæki um allan heim undirbúa sig fyrir auknar kröfur um lögbundna upplýsingagjöf um sjálfbærni. Sú aukna krafa felst m.a. í því að félög veiti upplýsingar um sýn, stefnu og frammistöðu í sjálfbærni í gegnum helstu samskiptaleiðir, t.d. í árlegri sjálfbærniskýrslu og á vefsvæði félagsins. Um gríðarlegt magn upplýsinga er að ræða sem mikilvægt er að halda vel og skipulega utan um.
Microsoft Sustainability Manager er öflug lausn sem hjápar fyrirtækjum að halda utan um sjálfbærnimál sín á einfaldan og skilvirkan hátt. Við búum yfir sérþekkingu á sjálfbærni og tækni og nýtum Microsoft lausnir til þess að einfalda líf viðskiptavina okkar. Sérfræðingar KPMG hafa staðið að flestum innleiðingum á Microsoft Sustainability Manager í Evrópu og fengið ‘Sustainability Partner of the year’ verðlaun frá Microsoft í bæði skiptin sem sú verðlaun hafa verið veitt.
Skýr stefna í sjálfbærnimálum er lykill að árangri til lengri tíma og til að ná árangri þarf að skilgreina lykilmælikvarða til að meta árangur.
Tæknin
- Microsoft Sustainability Manager heldur utan um gögn og veitir fyrirtækjum alhliða, samþætta og sjálfvirka stjórnun sjálfbærniupplýsinga.
- Lausnin gerir handvirka ferla sjálfvirka og gerir fyrirtækjum kleift að skrá, tilkynna og draga úr losun fyrirtækisins á skilvirkari hátt.
Samþætting
Hægt er að samþætta lausnina við hvaða viðskipta- og mannauðskerfi sem er.
Þá er einfalt að útvíkka kjarnagetu lausnarinnar með því að nota Azure og Power Platform verkfæri til að búa til sérsniðnar lausnir, svo sem nýjar formúlur eða skýrslur.
Ávinningur
Tímasparnaður starfsfólks sem má nýta í virðismeiri verkefni.
Bætt yfirsýn yfir losun fyrirtækisins.
Aukin rekjanleiki ákvarðana og upplýsinga einfaldar og sparar staðfestingarvinnuna.
Bætt ákvarðanataka sem byggir á rauntímagögnum.
Sustainability Manager samþættir fjárhagsleg og ófjárhagsleg gögn í einu kerfi
Reiknar út scope 1, 2 og 3
Microsoft Sustainability Manager er lausn til að reikna út Scope 1, 2, og 3 í samræmi við GHG í samræmi við þarfir viðskiptavinarins.
Samþætt safn losunarstuðla
Microsoft Sustainability Manager hefur samþætt safn um losunarstuðla, sem er uppfært árlega af Microsoft, auk þess sem hægt er að setja upp sérstök söfn í samræmi við skilgreindar þarfir.
Gagnvirk mælaborð og sérhæfðar skýrslur
Microsoft Sustainability Manager býr til gagnvirk mælaborð og veitir sveigjanleika til að draga fram mikilvægar upplýsingar með skýrum og lýsandi hætti. Sérhæfðar skýrslur og greiningar er hægt að gera á hvaða stigi sem er í fyrirtækinu.
Einföld yfirsýn með innbyggðum gagnvirkum mælaborðum
Sustainability Manager byggir á sömu tækni og við þekkjum frá Microsoft
Hægt er að tengja Microsoft Sustainability Manager með skýjalausn við ýmis kerfi Microsoft 365 á borð við Business Central, Finance&Operation eða CRM. Einn af helstu styrkleikum skýjalausnar Microsoft fyrir sjálfbærni er að það er breiður vettvangur sem getur mætt öllum þörfum fyrirtækja í rekstri og auðveldar notkun sjálfbærnigagna í rekstrarlegum tilgangi.