Vel rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru á almennum markaði eða opinberar stofnanir, eiga það sameiginlegt að þurfa stöðugt að setja sér markmið og meta árangur. Mikilvægt er að allir kostnaðarþættir í rekstrinum séu endurskoðaðir með reglubundum hætti. Að öll tækifæri til að auka skilvirkni séu nýtt, hvort sem þau skapast í kjölfar tækninýjunga eða breytinga á lagaumhverfi. Einnig þarf að vera vakandi fyrir breyttri neytendahegðun sem og lýðfræðilegum eða efnahagslegum þáttum.  

Rekstrarráðgjöf KPMG vinnur með stjórnendum að því að finna lausnir á flóknum vandamálum sem upp geta komið í rekstri fyrirtækja með það að markmiði að auka virði þeirra.

Sérfræðingar KPMG leggja áherslu á að skila tillögum að breytingum sem skila mælanlegum árangri. Tillögurnar geta snúið að afmörkuðum þáttum eða rekstrinum í heild sinni. Starfsmenn félagsins búa yfir hæfni og þekkingu til að leggja grunn að því að snúa ábatalitlum rekstri til betri vegar og koma með tillögur að úrbótum og aðgerðum sem styrkja reksturinn til langframa.

KPMG aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við gerð verklagsreglna, verkferla  og viðlagaáætlana ásamt því að veita ráðgjöf varðandi stefnumótun og rekstur upplýsingakerfa. Sérfræðingar KPMG hafa góða þekkingu á öllum helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í íslensku viðskiptaumhverfi. Hvort sem um er að ræða eitt stakt fjárhagskerfi eða flóknara samspil og samþættingu margra viðskiptakerfa getur KPMG veitt aðstoð við gagnagreiningar sem sniðnar eru að þörfum viðkomandi fyrirtækis. 

Þjónusta okkar byggir á viðurkenndum og þróuðu lausnum KPMG International og njótum við stuðnings erlendra ráðgjafa KPMG ef þörf er á við lausn flókinna úrlausnarefna.