Í rekstri fyrirtækja og endurskipulagningu leggur ráðgjafarsvið KPMG áherslu á að auka virði fyrir viðskiptavininn á öllum stigum ákvörðunartöku ferlisins hvar sem félagið er statt í hagsveiflunni.
Við erum með stóran hóp sérfræðinga sem veita fjárfestum ráðgjöf allt frá því að hugmynd kviknar um kaup á félagi til hugsanlegs viðsnúnings á rekstri á erfiðum tímum.
Reynsla okkar og sú fjölbreytta þekking sem sérfræðingar okkar hafa í ólíkum atvinnugreinum gefur okkur einstaka innsýn sem gerir okkur að betri ráðgjöfum sem eykur virði þjónustu okkar. Við ábyrgjumst að sérfræðingar okkar muni veita þér óháð álit og við aðstoðum þig á sama tíma við að lágmarka þá áhættu sem fylgir í viðskiptum sem þessum.
Við veitum fjárfestum alhliða ráðgjöf á öllum stigum fjárfestingarinnar.