Þriðji geirinn er heiti notað yfir starfsemi sem fellur hvorki undir einkageirann né opinbera geirann. Hvatar fyrir stofnun og rekstri samtaka og félaga í þriðja geiranum eru samfélagslegir og stjórnast starfsemi þeirra ekki af hagnaðarvon. Sérstaða þriðja geirans liggur ekki eingöngu í þessum þáttum heldur einnig að starfsemin er í mörgum tilfellum borin upp af sjálfboðaliðum sem ekki þiggja laun fyrir vinnu sína. Til geirans heyra m.a. frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og ýmiskonar skipulagðir hópar. Dæmi eru sjúklingafélög, íþróttafélög, æskulýðsfélög, umhverfissamtök, hagsmunasamtök, menningarstofnanir, góðgerðafélög, björgunarsveitir og mannúðarsamtök. 

Í samfélagi nútímans tekst geirinn á við sífellt meira krefjandi viðfangsefni sem rekja má til lýðræðisbreytinga, hnattvæðingar og loftlagsmála. Þá kemur fjármagn til geirans einkum frá almenningi, hvort sem er beint frá almenningi eða í gegnum styrki og samninga við ríki og sveitafélög. Til þess að öðlast traust almennings og stjórnvalda er mikilvægt fyrir þriðja geirann að vinna af þekkingu og fagmennsku. Skýr tilgangur og gott skipulag er því mikilvægt auk þess sem viðhafa góða stjórnhætti og ábyrga fjármálastjórn.   

Hjá ráðgjafarsviði KPMG eru starfsmenn sem sérhæfa sig í þjónustu við þriðja geirann og bjóða upp á margvíslega þjónustu m.a:  

  • Úttektir á stjórnháttum 
  • Aðstoð við uppbyggingu 
  • Stefnumótun 
  • Námskeið fyrir stjórnendur