Tollar

Tollar

Ísland greiðir toll og aðflutningsgjöld af öllum vörum sem fluttar eru til landsins nema þau séu sérstaklega undanþegin.

Ísland er ekki aðili af tollabandalagi ESB þrátt fyrir aðild að EES.

Ísland er ekki aðili af tollabandalagi ESB þrátt fyrir aðild að EES samningnum. Það þýðir að greiða þarf toll og aðflutningsgjöld af öllum vörum sem flutt eru til landsins nema þau séu sérstaklega undanþegin. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að tollum enda getur miklu munað sé tollflokkun ekki rétt skilgreind við innflutning. 

Starfsmenn KPMG hafa þekkingu og reynslu af hinum ýmsu tollamálum sem geta komið upp. Þjónustan er víðtæk og má þar á meðal nefna: 

  • Aðstoð við tollafgreiðslu.
  • Umsókn um tímabundinn innflutning, þar á meðal umsókn um ATA Carnet skilríki.
  • Kærur og greinargerðir á tollflokkun.
  • Samskipti við tollyfirvöld.
  • Álitsgerðir um tollflokkun og kostnað við flutning vöru til landsins. 

Leitaðu aðstoðar hjá sérfræðingum KPMG ef spurningar vakna í sambandi við tolla.

Hafðu samband