Frjáls og sérstök skráning virðisaukaskatts

Frjáls og sérstök skráning virðisaukaskatts

Sérstök skráning vegna byggingar mannvirkja til sölu eða leigu og frjáls skráning vegna útleigu atvinnuhúsnæðis er ætlað að miða að samkeppnisjöfnun.

Sérstök skráning vegna byggingar mannvirkja er ætlað að miða að samkeppnisjöfnun.

Sérstök skráning vegna byggingar mannvirkja til sölu eða leigu og frjáls skráning vegna útleigu atvinnuhúsnæðis er ætlað að miða að samkeppnisjöfnun. Reglur um frjálsa og sérstaka skráningu á virðisaukaskattskrá eru fremur flóknar og óaðgengilegar enda er um að ræða samspil þátta sem eru almennt séð óskattskyldir til virðisaukaskatts en geta hins vegar verið skattskyldir ef sú leið er valin. Reglurnar geta því virst fremur ósveigjanlegar enda eru í gildi mjög strangar formkröfur þegar þessar sérskráningar eru annars vegar. Þrátt fyrir það hafa margir aðilar séð tækifæri í þessum reglum og hafa farið þá leið að hafa byggingu og útleigu stærri og dýrari fasteigna í þessu virðisaukaskattsskylda umhverfi. 

Starfsmenn KPMG hafa mikla þekkingu og reynslu af málum sem snúa að frjálsri og sérstakri skráningu. Þjónustan er víðtæk og má þar á meðal nefna: 

  • Almenn ráðgjöf um frjálsa og sérstaka skráningu. 
  • Skráningar eða afskráningar fyrir frjálsa og/eða sérstaka skráningu. 
  • Umsjón með skilum á virðisaukaskattskýrslum vegna frjálsra eða sérstakra skráninga. 
  • Útreikningur á virðisaukaskattskvöð. Samskipti við skattyfirvöld. Starfsmenn KPMG hafa langa reynslu og víðtæka þekkingu á frjálsri og sérstakri skráningu. Leitaðu faglegrar og traustrar þjónustu hjá skatta- og lögfræðisviði KPMG.

Hafðu samband