Staðgreiðsla skatts (án afdráttarskattar)

Staðgreiðsla skatts (án afdráttarskattar)

Þegar erlendum aðila hlotnast tekjur á Íslandi ber að gæta þess að halda eftir staðgreiðslu (afdrætti)

Þegar erlendir aðilar afla tekna á Íslandi ber að gæta þess að halda eftir staðgreiðslu.

Víðtæk staðgreiðsluskylda skatts er lögð á þá sem greiða tekjur frá Ísland til aðila með skattalegt heimilisfesti utan Íslands. Leitaðu til sérfræðinga KPMG ef þú ert í vafa um hvort skylda sé á þér eða þínu fyrirtæki að halda eftir skatti af greiðslum úr landi og skila í ríkissjóð. Að sama skapi getur þú eða þitt fyrirtæki lent í því að erlent ríki hafi haldið eftir skatti af erlendum tekjum. Í mörgum tilfellum er hægt að fá slíkan skatt endurgreiddan eða að tekið verði tillit til hans við skattlagningu hér á landi.  

Mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir hafi haldgóðar upplýsingar þegar kemur að því hvernig haga eigi staðgreiðslu tekna úr landi enda bera skilaskyldir og skattskyldir aðilar óskipta ábyrgð á þeim skatti sem halda átti eftir og skila í ríkissjóð. 

Þegar erlendum aðila hlotnast tekjur á Íslandi ber að gæta þess að halda eftir staðgreiðslu (afdrætti) af þeim tekjum. Flest allar tegundir tekna frá Íslandi til erlendra aðila staðgreiðsluskyldar. 

Ef í gildi er tvísköttunarsamningur milli Íslands og heimaríkis móttakanda teknanna getur skatturinn lækkað eða jafnvel orðið enginn. Hins vegar er ekki heimilt að haga staðgreiðslu í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamnings nema sótt hafi verið um fyrirfram og fengin hafi verið heimild frá ríkisskattstjóra til þess að beita ákvæðum tvísköttunarsamnings.KPMG getur leiðbeint þér og þínu fyrirtæki um hvernig haga eigi staðgreiðslu af greiðslum til erlendra aðila.

Meðal þjónustu sem KPMG veitir má nefna: 

  • Hvenær á að halda eftir staðgreiðslu.
  • Hvenær á að skila og hvaða gögn skulu fylgja.
  • Umsókn um heimild til að haga staðgreiðslu í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamninga.
  • Umsókn um endurgreiðslu á ofgreiddum skatti á Íslandi. 

Líkt og erlendir aðilar sem hljóta tekjur frá Íslandi þá lenda Íslendingar einnig í því að haldið er eftir staðgreiðslu af tekjum sem þeir afla erlendis. Í þeim tilfellum getur þurft að sækja um heimild til að halda eftir í samræmi við tvísköttunarsamning eða sækja um endurgreiðslu á ofgreiddum skatti.

Í slíkum tilfellum hefur KPMG aðstoðað við: 

  • Umsókn um heimild til að haga staðgreiðslu í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamnings.
  • Umsókn um endurgreiðslu á ofgreiddum skatti erlendis

Hafðu samband