Launavinnsla

Launavinnsla

Aukning hefur orðið á að bæði stórir og smáir rekstraraðilar fái utanaðkomandi aðila til að sjá um launaútreikninga.

Við bjóðum trausta launavinnslu fyrir stóra og smáa rekstraraðila.

Við tökum að okkur launavinnslu fyrir bæði stóra og smáa rekstraraðila.  Einnig launaútreikning fyrir hluta starfsmanna eins og stjórnarmenn og eða stjórnendur.

Hjá okkur starfar öflugt teymi launafulltrúa með víðtæka reynslu af launavinnslu og ríka þjónustulund.

Verkþættir launavinnslu:

  • Við reiknum út launin og sendum til samþykktar
  • Rafrænir launaseðlar í heimabanka starfsmanna
  • Færsluskrá fyrir bókhald
  • Skil á launatengdum gjöldum mánaðarlega svo og launamiðum þegar síðustu launavinnslu ársins er lokið
  • Greiðsla launa og launatengdra gjalda sé þess óskað
  • Skýrslugjöf til viðskiptavina

Með úthýsingu launavinnslunnar næst oft sparnaður við launakostnað launafulltrúa og afleysingar í forföllum eru tryggðar. 

Launamál starfsmanna eru oft einn viðkvæmasti þátturinn í rekstrinum. Með úthýsingu  er mögulegt að takmarka aðgang starfsmanna að launaupplýsingum og tryggja launaleynd. 

Við reiknum út launin í okkar launakerfi og spörum viðskiptavinum kostnað við hugbúnað. Einnig er mögulegt að tengjast kerfum viðskiptavina við launaútreikning.

Við getum brugðist fljótt við, ef þörf er á tímabundinni afleysingu í launaútreikningi.

Föst þóknun fyrir launaútreikning.

Hafðu samband