Viðskiptavinurinn í öndvegi
Viðskiptavinurinn í öndvegi
Að huga að upplifun viðskiptavina (e. Customer experience) hefur sjaldan verið jafn mikilvæg fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana.
Að huga að upplifun viðskiptavina (e. Customer experience) hefur sjaldan verið mikilvægari
Ánægðari viðskiptavinir eru líklegri til að veita jákvæða endurgjöf og eiga jafnframt auðvelt með að tjá ánægju sína á tímum stafrænnar tækni. Á sama hátt er jafn auðvelt fyrir óánægða viðskiptavini að láta aðra vita og jafnvel eyðileggja heilu vörumerkin.
Með því að setja viðskiptavininn í fyrsta sætið getum við aukið ánægju þeirra, aukið tekjur og lækkað kostnað. Heildræn nálgun á upplifun viðskiptavinarins er nauðsynleg ef góður árangur á að nást til skemmri og lengri tíma.
KPMG hefur yfir að ráða sérfræðingum sem geta hjálpað þér í harðnandi samkeppnisumhverfi og veitt þér sérfræðiþjónustu í ánægju og vegferð viðskiptavinarins (e. customer journey / customer experience).
Dæmi um hvernig KPMG getur aðstoðað:
- Þjónustu stefna (e. Customer Strategy & Digital Channels)
- Þjónustuferlar og upplifun viðskiptavina (e. Customer Journey and Customer Experience)
- Virði viðskiptavina (e. Customer Value)
- Markhópagreining viðskiptavina (e. Customer Segmentation)
Hafðu samband
- Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
- kpmg.emailUs
- Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia