Viðskiptagreind og stjórnendaupplýsingar

Viðskiptagreind og stjórnendaupplýsingar

Breyttu gögnum í verðmætar upplýsingar og einfaldaðu skýrslugjöf

Breyttu gögnum í verðmætar upplýsingar og einfaldaðu skýrslugjöf

Gögn eru oft á tíðum umfangsmikil og vannýtt auðlind í rekstri fyrirtækja og opinberra aðila. Með viðskiptagreind t.d. PowerBI getur þú umbreytt gögnum í verðmætar upplýsingar sem styðja þig við rétta og tímanlega ákvarðanatöku.

Viðskiptagreind getur falið í sér sjálfvirka framsetningu á skýrslum, rekstrarmælaborðum og öðrum gagnagreiningum sem spara tíma, auka virði og bæta yfirsýn.

Gögn hjálpa þér við að sjá heildarmyndina hvort sem greina þarf eldri upplýsingar, rauntíma eða spá fyrir um hvað muni gerast á næstunni. Sú sýn gerir þér kleift að taka upplýsta ákvörðun, allt frá stefnumótun til beinna samskipta við viðskiptavini og hagsmunaaðila.

KPMG hefur hannað mælaborð fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina í margskonar rekstri og fyrir helstu viðskiptakerfin sem eru í boði. Viðskiptavini sem vilja fylgjast með og hafa góða yfirsýn yfir stöðu rekstursins, tækifæri til hagræðingar og möguleika til að ná betri árangri í rekstri. Mælaborð sem byggja á traustum undirliggjandi rekstrarupplýsingum, settum fram á skýran hátt og byggt á þörfum hvers og eins. Hvort sem um ræðir mælaborð ætlað fjármálastjórum, framkvæmdarstjórn eða öðrum starfsmönnum, að þá eru upplýsingarnar settar fram byggt á þörfum og í samræmi við hlutverk hvers og eins.

Hafir þú áhuga á að auka verðmæti gagnanna þinna þá höfum við hjá KPMG getu og reynslu til að aðstoða þig við þá vinnu. Oft er stuðst við þá lykilmælikvarða (KPIs) sem liggja fyrir og unnið í samræmi við þá stafrænu vegferð sem þegar hefur verið ákveðið að fara í.

Við aðstoðum þig við að koma auga á upplýsingar í gögnunum sem skipta máli fyrir starfsemina og láta gögnin fara vinna fyrir þig. Ekki sitja á vannýttri auðlind.

Hafðu samband