Það færist sífellt í aukana að stjórnendur og eigendur fyrirtækja sækist eftir utanaðkomandi þjónustu vegna verðmats í tengslum við stjórnun fyrirtækja. Ástæðan er m.a. sú að þessir aðilar vilji fá dýpri skilning á hvar raunveruleg verðmæti rekstursins liggja. Þá geta þeir tekið betri og upplýstari ákvarðanir. 

KPMG hefur á undanförnum árum tekist á við mörg flókin álitamál í tengslum við verðmat vegna kaupa eða sölu fyrirækja eða eigna þeirra. Þá höfum við veitt fjöldamörgum fyrirtækjum ráðgjöf varðandi matsvinnu í tengslum við reikningsskilastaðla (IFRS/IS GAAP). 

Á ráðgjafarsviði KPMG starfa sérfræðingar sem eru með haldgóða og fjölbreytta menntun og bakgrunn frá ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þar að auki nýtur verðmatsteymi KPMG stuðnings frá verðmatssérfræðingum um allan heim með mikla þekkingu á sínu sviði og sérhæfingu í atvinnugreinum. 

Verðmatssérfræðingar KPMG hafa fengið vottun hjá KPMG International. 

Verðmatsþjónusta KPMG innifelur m.a.:

  • Almennt verðmat á fyrirtækjum 
  • Verðmat á fasteignum 
  • Sérhæft verðmat á flóknum eignasöfnum 
  • Verðmat í samræmi við uppgjör fyrirtækja 
  • Virðisrýrnunarpróf – IAS 36 
  • Úthlutun kaupverðs (e. Purchase Price Allocation) 
  • Mat á armslengdarviðskiptum í skattalegum tilgangi 
  • Uppsetning verðmatslíkana