Magnús Gunnar Erlendsson
Partner og verðmatssérfræðingur
KPMG á Íslandi
Stefna um vöxt, tækifæri í samlegð, kostnaðarhagræðing eða öflun rekstrar- og tækniþekkingar og margvíslegar aðrar ástæður geta legið að baki hugmyndum um kaup á öðru fyrirtæki. Hvert sem tilefnið fyrir yfirtökunni er muntu alltaf standa frammi fyrir fjölmörgum ákvörðunum í ferlinu. Við leiðum þig í gegnum ferlið allt frá greiningu valkosta, öruggri verkstjórn á yfirtökuferlinu og að uppskeru samlegðaráhrifa.
Við hjálpum við að skilgreina lykil áhættuþætti og ávinning í gegnum ferlið óháð sama umfangi verkefnisins. Við tryggjum að samningar séu sniðnir að þínum markmiðum, fylgi reglum og auki verðmæti við samþættingu og mögulegu umfram virði.
Sérfræðingar KPMG hjálpa þér við að rýna í þær lykilspurningar sem vakna í gegnum öll viðkvæm stig skipulagningar og framkvæmdar kaupanna.
- Stefna: Hvernig hámarka ég virði hluthafa?
- Greining valkosta: Hvaða fyrirtæki eru vænlegir kostir til yfirtöku?
- Virði: Hvers virði eru valkostirnir?
- Framkvæmd: Hvernig loka ég hagstæðum kaupsamningi?
- Fyrir afhendingu: Hvernig undirbý ég fyrsta dag rekstrar?
- 100 daga plan: Hvernig ætla ég að ná fram væntum áhrifum af yfirtökunni?
- Uppskera: Hvernig hámarka ég virði fjárfestingarinnar?