Það getur verið erfitt að meta markaðsvirði fasteigna þegar ekki er til staðar virkur fasteignamarkaður og viðskiptaverð ógagnsæ. Verðmæti eigna í útleigu endurspeglast í því fjárflæði sem eignin skapar eigendum sínum og því er hægt að meta þær á grundvelli þeirra tekna sem þær geta skapað.

KPMG býður þjónustu á sviði verðmats fasteigna á grundvelli sjóðstreymis og líkanagerð fyrir fasteignaþróunarverkefni.

Fasteignateymi ráðgjafarsviðs tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum og býr yfir haldgóðri reynslu og þekkingu margvíslegum verkefnum, þar má nefna: 

  • Unnið eða yfirfarið verðmat fyrir flest stærstu fasteignafélög á Íslandi. 
  • Verðmat fjárfestingar- og leigueigna á grundvelli reikningsskilastaðalins IAS 40.
  • Áætlanagerð og mat á markaðsvirði.
  • Aðstoð við kaup eða sölu lands og stærri eigna.
  • Umbreytingaverkefni.
  • Arðsemisgreiningar þróunarkosta.
  • Áreiðanleikakannanir á fasteignum og fasteignarfélögum.
  • Hlutafjársöfnun og lánsfjármögnun.
  • Gerð viðskipta- og rekstraráætlana.
  • Mat á leigusamningum, rekstrarkostnaði og tengdum þáttum.