Sjálfbærni fyrirtækja og stofnana

Sjálfbærni fyrirtækja og stofnana

Við veitum margvíslega ráðgjöf í útfærslu á markmiðum tengdum sjálfbærni eins og stefnumótun, gerð sjálfbærniskýrsla og áhættugreiningu.

Við veitum margvíslega ráðgjöf í útfærslu á markmiðum tengdum sjálfbærni

Hjá KPMG starfa sérfræðingar sem geta aðstoðað þig við að takast á við áskoranir tengdar umhverfis- og samfélagsþáttum og stjórnarháttum (ESG). KPMG er í samstarfi við Ábyrgar lausnir ehf. sem hefur áralanga reynslu af ráðgjöf í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Í gegnum KPMG hefur þú svo aðgang að alþjóðlegri sérfræðiþekkingu á sviði sjálfbærni.  

Þjónustuframboð okkar nær yfir staðfestingarvinnu á breiðu sviði upplýsingagjafar þar með talið frammistöðu í umhverfis- og samfélagsþáttum, útblæstri á gróðurhúsalofttegundum og kolefnisspori fyrirtækisins. Sérfræðingar KPMG veita einnig margvíslega ráðgjöf í útfærslu á markmiðum tengdum sjálfbærni eins og stefnumótun, gerð sjálfbærniskýrsla, áhættugreiningu og greiningu á lykilþáttum í sjálfbærni í kjarnastarfsemi fyrirtækisins.  

Hægt er að fylgjast með nýjustu upplýsingum og þróunum á sjálfbærnisviðinu með því að skrá sig á heimasíðu KPMG Global Sustainability Institute. Sem áskrifandi að vefsíðunni færð þú boð um regluleg vefnámskeið og verður fyrst/ur til að fá upplýsingar um ný greinaskrif og rannsóknir okkar í málaflokknum.   

Hvernig getum við aðstoðað? 

  • Ófjárhagslegar upplýsingar 
  • Sjálfbærniskýrsla 
  • Ábyrgar fjárfestingar 
  • Græn skuldabréf 
  • Stefnumótun 
  • Staðfesting á upplýsingagjöf 

Hafðu samband