Rannsókn á misferli

Rannsókn á misferli

Fjársvik og misferli af ýmsum toga er oft fylgifiskur þess viðskiptaumhverfis sem við búum við í dag og er ógn við heilbrigðan fyrirtækjarekstur.

Fjársvik og misferli er oft fylgifiskur þess viðskiptaumhverfis sem við búum við í dag.

Fjársvik og misferli af ýmsum toga er oft fylgifiskur þess breytilega viðskiptaumhverfis sem við búum við í dag og er ógn við heilbrigðan fyrirtækjarekstur. Stjórnendum fyrirtækja og stofnana er mikilvægt að þekkja hættuna á misferli og þá áhættu sem tengist einstökum rekstrareiningum. Þá er ekki síður tilefni fyrir skiptastjóra að láta kanna hvort misferli hafi átt sér stað í aðdraganda gjaldþrots. 

KPMG hefur um árabil tekið að sér rannsóknir á mörgum málum sem snerta misferli, fjársvik og undanskot eigna auk þess að byggja upp frá grunni áætlanir fyrir fyrirtæki um hvernig þau geti afstýrt, uppgötvað og brugðist við misferli og fjársvikum.

Mikilvægt er fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að gera sér grein fyrir hættum á misferli. Greina þarf áhættuþætti, setja starfsmönnum og stjórnendum siðareglur og áætlun til að uppgötva misferli ef þau eiga sér stað. 

KPMG tekur að sér að greina áhættuþætti, meta fyrirbyggjandi aðgerðir auk sjálfstæðra rannsókna á misferli og fjársvikum fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. 

Þjónustunni má skipta í þrjá flokka:   

  • Afstýra: Draga úr hættu á því að fjársvik eða misferli geti átt sér stað.
  • Uppgötva: Uppgötva fjársvik og misferli þegar þau eiga sér stað.
  • Viðbrögð: Rannsaka málið og draga úr þeim skaða sem leiðir af fjársvikum.

Hafðu samband