Smíði og vottun líkana

Smíði og vottun líkana

Oft á tíðum er um ræða tiltölulega einföld rekstrarlíkön sem notuð eru til áætlanagerðar og til að spá fyrir um rekstarafkomu næsta árs.

Flest fyrirtæki nota líkön að einhverju leiti í sinni starfsemi.

Flest fyrirtæki nota líkön að einhverju leiti í sinni starfsemi. Oft á tíðum er um ræða tiltölulega einföld rekstrarlíkön sem notuð eru til áætlanagerðar og til að spá fyrir um rekstarafkomu næsta árs. Í öðrum tilfellum er um að ræða stór samtvinnuð líkön sem stjórnendur styðjast við þegar taka þarf ákvarðanir um fjárfestingar sem hafa áhrif á rekstur, efnahag og sjóðstreymi félaga til margra ára. 

Þekking á virkni margvíslegra líkanna, sem hafa verið í þróun og notkun um margra ára skeið, liggur oft hjá einum sérfræðingi innan fyrirtækisins. Þannig eru allar upplýsingar um uppbyggingu og tengsl líkansins við önnur gögn oft óljós og óskráð. Fyrirtæki geta því orðið háð þekkingu einstakra starfsmanna við uppfærslur og breytingar á líkaninu og miklu þarf að kosta til við að þjálfa nýja sérfræðinga eða við endurgerð/lagfæringu þess. 

KPMG hefur um árabil hannað og byggt líkön til eigin nota og býður viðskiptavinum sínum þá þjónustu auk þess að yfirfara og votta líkön sem viðskiptavinir eru með í notkun. 

KPMG byggir nálgun sína við líkanasmíði á öguðum vinnubrögðum og fylgir skýru vinnuferli. Líkanagerðinni er skipt upp í fjóra megin þætti:  

  1. Þarfagreining og hönnun líkana 
  2. Líkanagerð byggð á „best practice“ aðferðum. 
  3. Skjölun og skýringar í líkönum skv. viðmiðum KPMG. 
  4. Afhending líkans og þjálfun notenda.   

Hafðu samband

Frekari upplýsingar veitir: