Áhætta tengd tækninýjungum

Áhætta tengd tækninýjungum

Fyrirtæki geta náð áþreifanlegum ávinningi með því að nýta sér tækninýjungar en þau verða að átta sig á áhættunni sem þeim getur fylgt.

Fyrirtæki geta náð áþreifanlegum ávinningi með því að nýta sér tækninýjungar.

Tækni er lykilhvati í að efla viðskipti og fyrirtæki geta náð áþreifanlegum ávinningi með að nýta sér tækninýjungar (e. Emerging technology),  svo sem, skrifstofuþjarka (e. Robotic Process Automation),  skýjalausnir (e. Cloud Computing) og internet hlutanna (IoT). En til þess verða þeir að bera kennsl á og stjórna þeim áhættum sem fylgja þessum tækninýjungum. Ný tækni skapar nýjar áskoranir og oft á tíðum þarf að aðlaga núverandi stjórnkerfi að þessu breytta umhverfi.  

Aukin tækifæri felast í því að taka heildræna sýn á áhættu og beita árangursríkri áhættustjórnun með vel skilgreindum stjórnarháttum og eftirliti.

KPMG aðstoðar fyrirtæki við að nýta tæknilausnir á öruggan hátt, greina mögulega áhættu, aðlaga eftirlitsumhverfi félagsins að breyttu tækniumhverfi og greina möguleika til að nýta  þessar tækninýjungar enn betur.   

 

Hafðu samband