Áhætturáðgjöf
Áhætturáðgjöf
Í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu hafa komið fram jákvæðir þættir, þ.á m. áhugi stjórnenda á áhættustjórnun og innra eftirliti.
Eftir alþjóðlega fjármálakreppu hefur áhugi stjórnenda á áhættustjórnun aukist.
Alþjóðlega fjármálakreppan hefur skapað mörg vandamál fyrir fyrirtæki landsins. Í kjölfar hennar hafa þó einnig komið fram jákvæðir þættir, þar á meðal er áhugi stjórnenda á áhættustjórnun og innra eftirliti og aukinn skilningur á mikilvægi þess fyrir stofnanir og fyrirtæki.
Með aukinni áhættuvitund stjórnenda á undanförnum árum og ríkari kröfum samfélagsins um góða stjórnsýsluhætti hefur áhersla á styrkleika innra eftirlits aukist. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa sýnt aukinn vilja til að innleiða öfluga ferla á sviði áhættustjórnunar og innra eftirlits til að uppfylla kröfur laga og reglna auk þess að auðvelda ákvarðanatöku og bæta frammistöðu til framtíðar. Á sama tíma hefur mikilvægi virðisaukandi innri endurskoðunar aukist til muna, sér í lagi í félögum tengdum almannahagsmunum.
Fyrirtækjaráðgjöf KPMG vinnur náið með sínum viðskiptavinum við að ná þessum markmiðum.
Hafðu samband
- Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
- kpmg.emailUs
- Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia