Ný í eigendahópi KPMG og KPMG Law
Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law
Nýlega bættust Eva, Kristbjörn og Kristinn í eigendahóp KPMG og KPMG Law
Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil.
KPMG á Íslandi er leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar, ráðgjafarþjónustu og lögfræðiráðgjafar. Markmið félagsins er að breyta þekkingu í verðmæti til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína og samfélagið í heild.
Hjá KPMG starfa yfir 250 manns á Íslandi og yfir 273 þúsund manns á heimsvísu í yfir 142 löndum.
Eva M. Kristjánsdóttir er ný í eigendahóp KPMG. Hún leiðir þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva er með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hefur starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggur sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila.
Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hefur nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfar á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hefur lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn býr yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hefur hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hefur verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggur sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri.
Kristinn Jónasson er nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann er lögmaður og hefur starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felst í virðisaukaskatti en í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hefur á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir eru á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga.
“Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs.“
Nánari upplýsingar veitir:
Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KPMG, sími: 545 6061, hlynursigurdsson@kpmg.is