Ólafía Þórunn atvinnukylfingur er komin út á golfvöll eftir fæðingarorlof og hefur KPMG endurnýjað samning sinn við hana. KPMG hefur verið einn aðal stuðningsaðili Ólafíu síðastliðin ár og er það í takt við stefnum félagsins á alþjóða vettvangi að styðja við afrekskylfinga í golfi.

Ólafía Þórunn verður við æfingar í Þýskalandi og dvelur hún þar ásamt eiginmanni og syni. Hún mun ferðast þaðan til að taka þátt í mótum í Evrópu. Um næstu helgi, 27.-29. maí tekur við hennar annað mót, en það er Mithra Ladies Open í Belgíu

Við hjá KPMG erum stolt af því samstarfi sem við höfum átt með Ólafíu Þórunni undanfarin fimm ár. Nú er hún komin út á keppnisvöllinn aftur eftir fæðingarorlof og það verður spennandi að sjá hana í keppnum sumarsins. Við óskum henni góðs gengis í sumar.

Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG

Ég er þakklát KPMG fyrir að hafa áframhaldandi trú á mér til að sýna hvað í mér býr úti á golfvellinum. Stuðningur KPMG gerir mér kleift að halda áfram að keppa í golfi og næstu misseri er það verkefnið – að ferðast á golfmót með Maroni og Thomasi. Markmið mitt er alltaf að standa mig vel, gera sjálfa mig og alla sem standa mér nærri stolta.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir