Vissuð þið að um 25% af vinnutíma barnaverndarstarfsmannsins fer fram í samskiptum eða í tengslum við sjálfa notendur þjónustunnar.

Niðurstöðum rannsókna þar sem starfsumhverfi félagsráðgjafa er skoðað ber saman um að aðeins fjórðungi af vinnu félagsráðgjafans er sinnt í beinum tengslum við notendur þjónustunnar. Fagfólk sem stendur í framlínunni upplifir sig sífellt fjær því sem mestu máli skiptir, þ.e. í tengslum og mannlegum samskiptum við notendur.

En hvernig getum við aukið skilvirkni og gæði án þess að fórna mannlegu tengslum?

Gagnadrifin velferðarþjónusta – lausn sem skapar yfirsýn

KPMG hefur þróað gagnvirkt mælaborð, byggt á Power BI, sem veitir rauntímayfirlit yfir fjölda og stöðu mála í barnavernd, sem og álag starfsfólks. Mælaborðið er lausn sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda sveitarfélögum að taka betri og skilvirkari ákvarðanir við stjórnun barnaverndarþjónustu. Þróun lausnarinnar var unnin í nánu samstarfi við Barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar.

Mælaborðið þjónar sem:

  • Stjórnunarverkfæri: Betri yfirsýn yfir stöðu mála.
  • Samskiptatæki: Grunnur að opnum samtölum milli stjórnenda og starfsfólks.
  • Aðgerðatæki: Að bregðast tímanlega við þróun á álagi á starfsfólk og fjölda mála.

Skortur á hlutlægum mælikvörðum – og afleiðingarnar

Félagsþjónusta er næst stærsti útgjaldaliður sveitarfélaga á eftir fræðslumálum, þar sem útgjöld eru um 100 milljarðar króna á ári. Engu að síður er rekstur hennar oft óljós þeim sem bera fjárhagslega ábyrgð. Með því að nýta rauntímagögn er hægt að dreifa fjármagni skynsamlega og tryggja að aðgerðir byggist á þörfum – ekki tilfinningu.

Í velferðarþjónustu  eru ekki til mælikvarðar eða markmið um fjölda mála á hvern starfsmann. Það getur haft afleiðingar eins og kulnun og faglegan flótta.

Tilraunir hafa verið gerðar með málavog í barnavernd, þar sem mál eru vegin eftir umfangi og þyngd. Úttekt sem gerð var 2022 kallaði m.a. eftir því að málavog yrði:

  • Rafræn og gagnvirk
  • Hluti af daglegu starfi
  • Verkfæri sem styður við aðgerðir – ekki bara tölur

Lausn KPMG er m.a. svar við því ákalli. 

Tæknin skapar svigrúm fyrir mannlega þáttinn

Stafrænar lausnir eru ekki aðeins spurning um sparnað eða nýjungar. Þær eru forsenda þess að viðhalda mannlegri og öflugri velferðarþjónustu. Gervigreind og tæknilausnir henni tengdar munu umbreyta störfum þar með talið innan félagsráðgjafar og velferðarþjónustu. Nýleg skoðanakönnun á starfsumhverfi félagsráðgjafa í Evrópu framkvæmd af ESN (European Social Network) sýnir að 80% félagsráðgjafa telja að gervigreind muni auka færni þeirra og framlag í starfi fremur en að gera þá óþarfa. En mikilvægt er að huga að siðferðislegum álitamálum:

  • Hver ber ábyrgð á gögnum?
  • Hefur skjólstæðingur samþykkt notkun þeirra?
  • Eru úrvinnslur gagnrýnar og mannúðlegar?

Gervigreind hefur ekki tilfinningar eða getur sýnt samkennd, hún er ekki skapandi heldur er hún skipulögð og gagnadrifin. Sköpunarkrafturinn, innsæið og siðferðislegi áttavitinn býr í okkur mannfólkinu og þó að gervigreindin geti aukið yfirsýn og skilvirkni mun hún aldrei leysa af mannleg tengsl félagsráðgjafa og notenda þjónustunnar. 

Stöðug þróun

Mælaborð í Barnaverndarþjónustu sýnir að hægt er að að mæla álag í rauntíma sem gerir starfsfólki kleift að gera betur með það fjármagn sem við höfum. Það er mikilvæg forsenda þess að tryggja að fagfólk fái það svigrúm til að seinna því sem skiptir mestu máli – að tryggja velferð barna og fjölskyldna sem þurfa á aðstoð að halda.