Við erum stolt af því að kynna aukinn stuðning fyrir verðandi og nýbakaða foreldra hjá KPMG. Við viljum styðja vel við starfsfólk okkar á þessum mikilvæga tíma í þeirra lífi og gera því auðveldara fyrir að samræma vinnu og einkalíf. Þessar breytingar eru í takt við okkar áherslur á að vera framúrskarandi og aðlaðandi vinnustaður fyrir fjölskyldufólk og taka gildi frá 1. janúar 2025.

Hinn aukni stuðningur felst í eftirfarandi:

  • Launað leyfi í lok meðgöngu
    Barnshafandi geta tekið sérstaklega umsamið frí ef viðkomandi þarf að hætta að vinna skv. læknisráði upp að 4 vikum fyrir settan dag, án þess að ganga á veikindaréttinn sinn.

  • Orlofssöfnun í fæðingarorlofi
    Starfsfólk safnar launuðu orlofi á meðan það er í fæðingarorlofi, hlutfallslega í takt við töku fæðingarorlofs.

  • Möguleiki á tímabundnu hlutastarfi
    Starfsfólk getur óskað þess að koma tilbaka tímabundið í hlutastarfi, hugsað sem aðlögun eftir langtíma fæðingarorlof.

  • Fæðingarorlofsstyrkur
    Starfsfólk sem tekur 4 vikur eða meira af fæðingarorlofi getur fengið 200.000kr fæðingarorlofsstyrk.
Erik mannauðsstjóri KPMG segir frá auknum stuðningi fyrir verðandi og nýbakaða foreldra hjá KPMG