KPMG er ekki hávær vinnustaður, en honum fylgja óumflýjanlega ýmis hljóð. Listamaðurinn Halldór Eldjárn heimsótti okkur í aðdraganda jóla, safnaði saman öllum hljóðum sem hann heyrði yfir heilan vinnudag, framkallaði nokkur ný á staðnum og púslaði saman í hljómfagra jólakveðju.
Við óskum viðskiptavinum og samstarfsfólki okkar gæfu og gleðistunda yfir hátíðarnar og þökkum innilega fyrir gott samstarf á árinu.
Við mælum með að kveikja á hljóðinu þegar þú horfir á myndbandið. Gleðileg hljóð!