KPMG á Íslandi hefur fest kaup á rekstri OZIO, en OZIO sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á stafrænum lausnum fyrir Microsoft vinnuumhverfið. Fyrirtækið var stofnað árið 2017 og hefur aðstoðað fjölmörg íslensk fyrirtæki í því að nýta Microsoft 365 með skilvirkum hætti auk sem það hefur þróað fjölmargar stafrænar fyrirtækjalausnir. Hjá OZIO starfa í dag fjórir starfsmenn en forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurjón Hákonarson. 

KPMG er stærsta endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki landsins og með kaupunum á OZIO mun fyrirtækið verða enn betur í stakk búið til að geta boðið viðskiptavinum sínum öflugt þjónustuframboð á sviði stafrænnar þróunar. Má þar nefna þætti eins áhættustjórnun, gæða og upplýsingastjórn, skjalastjórnun og rafvæðingu ferla auk almennrar ráðgjafar og stefnumótunar í stafrænni þróun fyrirtækja.  Við kaupin fá viðskiptavinir OZIO aðgang að öflugum hópi sérfræðinga KPMG á ýmsum sviðum, til dæmis áhættustjórnunar og lykilferlum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða sem rímar vel við núverandi viðskiptavinahóp félagsins.  

KPMG leggur mikla áherslu á að veita íslensku atvinnulífi öfluga ráðgjöf í innleiðingu á Microsoft lausnum en KPMG er helsti samstarfsaðili Microsoft á alþjóðavísu og var valið „Digital Transformation Partner of the Year“ hjá Microsoft árið 2021.  

Kaupin hafa þegar gengið í gegn og mun starfsfólk OZIO flytja í skrifstofur KPMG í Borgartúni 27 á næstu dögum.