Eitt af því sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós er að bilið milli þeirra fyrirtækja sem voru lögð af stað í sína stafrænu vegferð og hinna sem ströggla við að halda í við umbreytingarnar er að breikka. 

Það liggur fyrir að fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara yfir hvernig þeirra upplýsingatæknimódel og -kerfi virka. Til að rekstur skari fram úr og aðlagist væntingum viðskiptavina, þurfa fyrirtæki og stofnanir að vera með rekstrarmódel sem eru lipur (e. agile), síbreytileg og aðlagast bæði að þörfum rekstrarins og kröfum markaðarins, svo hægt sé að afhenda á mismunandi hraða og í mismunandi magni. 

KPMG í Bretlandi tók saman skýrslu sem fjallar um þetta breikkandi bil; "The Widening digital divide".  

     

Our related insights